Keflavíkurstúlkur byrja nýtt ár með sigri
Keflavíkurstúlkur byrjuðu nýtt ár svo sannarlega vel er þær rótburstuðu granna sína úr Grindavík 105:33 í gær. Leikurinn var aldrei spennandi eins og tölurnar gefa til kynna enda Keflavíkurstúlkur á fljúgandi siglingu á þessu tímabili og hafa ekki enn tapað leik. Staðan í hálfleik var 57:17 en gestirnir skoruðu aðeins 4 stig í fyrsta leikhlutanum sem verður að teljast arfaslakt.Birna Valgarðsdóttir var stigahæst á Keflavík með 18 stig en Sonia Ortega átti stórleik, skoraði 14 stig, stal 10 boltum, gaf 7 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Þá lék Erla Þorsteinsdóttir einnig vel en hún skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst. Annars voru allar stelpurnar að spila vel í liði heimastúlkna.
Hjá Grindavík var Stefanía Ásmundsdóttir best með 11 stig og 8 fráköst en þess ber að geta að erlenda stúlkan í liði gestanna lék ekki með.
Keflavíkurstúlkur eru langefstar í deildinni með 22 stig og virðist fátt koma í veg fyrir að þær vinni Íslandsmeistaratitilinn í ár enda eru þær með yfirburðarlið eins og staðan er í dag. Grindavík er í 2. sæti með 14 stig.
Í kvöld taka Njarðvíkurstúlkur á móti KR og má búast við spennandi leik.
Hjá Grindavík var Stefanía Ásmundsdóttir best með 11 stig og 8 fráköst en þess ber að geta að erlenda stúlkan í liði gestanna lék ekki með.
Keflavíkurstúlkur eru langefstar í deildinni með 22 stig og virðist fátt koma í veg fyrir að þær vinni Íslandsmeistaratitilinn í ár enda eru þær með yfirburðarlið eins og staðan er í dag. Grindavík er í 2. sæti með 14 stig.
Í kvöld taka Njarðvíkurstúlkur á móti KR og má búast við spennandi leik.