Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur bikarmeistarar í körfu
Keflavíkurstúlkur fagna bikarmeistaratitli. VF-mynd/PállOrri.
Laugardagur 11. febrúar 2017 kl. 15:03

Keflavíkurstúlkur bikarmeistarar í körfu

Keflavíkurstúlkur urðu Maltbikarmeistarar í körfubolta eftir sigur á Skallagrími í Laugardalshöllinni í æsispennandileik. Lokatölur urðu 65-62. Ariana Moorer átti stórleik og tryggði síðustu stigin og sigur Keflvíkinga. Þetta var fjórtándi titill félagsins en Keflavík lék fyrst til úrslita í bikarnum árið 1987 eða fyrir þrjátíu árum.

Leikurinn var jafn allan tímann en Keflvíkingar höfðu frumkvæðið allan tímann og leiddu í hálfleik með þremur stigum 37-34.

„Þetta var frábært. Stelpurnar voru jákvæðar og við héldum áfram allan leikinn,“ sagði Ariana Moorer en hún var maður leiksins, skoraði 26 stig, 17 í fyrsta leikhluta og kom þannig Keflvíkingum á bragðið og svo í blálokin á vítalínunni þegar mest lá við. Sannarlega frábær frammistaða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta eru svakalegir töffarar. Þær eru 9 af tólf að fara að leika úrslitaleik í unglingafokki á morgun,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkur.


„Þetta var frábært. Stelpurnar voru jákvæðar og við héldum áfram allan leikinn,“ sagði Ariana Moorer en hún var maður leiksins, skoraði 26 stig, 17 í fyrsta leikhluta og kom þannig Keflvíkingum á bragðið og svo í blálokin á vítalínunni þegar mest lá við. Sannarlega fjárbær frammistaða.

Stig Keflvíkinga: Moorer 26, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benóýsdóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, , Irena Sól Jónsdóttir 3, Salbjörg R. Sævarsdóttir 2, Thelma Dís Gunnarsdóttir 2.