Keflavíkurstúlkur áfram í Kjörísbikarnum
				
				Keflavík sigraði Hauka, 69:46, í seinni leik liðanna í Kjörísbikarkeppni kvenna í gær en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Keflavíkurstúlkur voru nokkra stund í gang en í 2. leikhluta tóku þær völdin á vellinum og leiddu í hálfleik 18:30. Sóknarleikurinn var nokkuð stirður til að byrja með en það lagaðist þó þegar líða tók á leikinn. Keflavíkurstúlkur unnu báða leikina samtals 143:115.Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 18 stig, Erla Þorsteinsdóttir var með 14 stig, Kristín Blöndal var með 12 stig og Svava Stefánsdóttir skoraði 11 stig.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				