Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 15. nóvember 2002 kl. 10:08

Keflavíkurstúlkur áfram í Kjörísbikarnum

Keflavík sigraði Hauka, 69:46, í seinni leik liðanna í Kjörísbikarkeppni kvenna í gær en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Keflavíkurstúlkur voru nokkra stund í gang en í 2. leikhluta tóku þær völdin á vellinum og leiddu í hálfleik 18:30. Sóknarleikurinn var nokkuð stirður til að byrja með en það lagaðist þó þegar líða tók á leikinn. Keflavíkurstúlkur unnu báða leikina samtals 143:115.Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 18 stig, Erla Þorsteinsdóttir var með 14 stig, Kristín Blöndal var með 12 stig og Svava Stefánsdóttir skoraði 11 stig.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25