Keflavíkurstúlkur á toppnum
Keflavíkurstúlkur eru á toppi Domino’s deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Haukum á útivelli í gærkvöldi. Lokatölur urðu 57-67.
Daniela Wallen Morillo var maður leiksins og skoraði rétt tæplega annað hvert stig Keflavíkur eða 31 talsins og tók 23 fráköst, hreint magnaðar tölur. Hún var algerlega óstöðvandi í sókn og vörn og hlýtur að vera félögum sínum í liðinu frábært fordæmi.
Haukastúlkur voru betri í fyrsta leikhluta og leiddu með 7 stigum eftir hann. Keflavík var betri aðilinn í næstu þremur og tryggðu sér sanngjarnan sigur.
Keflavík hefur unnið fyrstu fjóra leiki deildarinnar og liðið hefur leikið ágætlega í þessum tveimur sem liðið hefur spilað eftir að deildin hófst að nýju. Í Haukaliðinu eru tvær fyrrverandi Keflavíkurstúlkur og eru með betri leikmönnum liðsins, þær Bríet Sif Hinriksdóttir en hún skoraði 17 stig og Irena sól Jónsdóttir sem skoraði 5 stig.
Haukar-Keflavík 57-67 (22-15, 11-18, 11-18, 13-16)
Haukar: Bríet Sif Hinriksdóttir 17, Alyesha Lovett 13/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9/5 fráköst, Lovisa Bjort Henningsdottir 7, Irena Sól Jónsdóttir 5, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/7 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/4 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 0, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Shanna Dacanay 0.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 31/23 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 13/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/6 fráköst/3 varin skot, Anna Lára Vignisdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0/5 stoðsendingar.