Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstrákar drippluðu hálfan bæinn
Miðvikudagur 12. maí 2021 kl. 14:45

Keflavíkurstrákar drippluðu hálfan bæinn

Í síðustu viku fóru hátt í 30 drengir í minibolta 8-9 ára í Keflavík í gōngutúr um bæinn í góðu veðri. Allir voru þeir vopnaðir kōrfubolta og gengu í myndarlegri halarófu frá Blue hōllinni við Sunnubraut í gegnum efri byggðir Keflavíkur og að Bitanum. Drengirnir ráku knōttinn listilega alla leið og sýndu hæfni sína fyrir jafnt akandi sem gangandi vegfarendur sem á vegi þeirra urðu við mikla kátínu. 

Þegar á Bitann var komið verðlaunuðu strákarnir sig fyrir gott dagsverk með því að fá sér ís áður en þeir héldu aftur driplandi að Blue hōllinni. Strákarnir vildu skila góðum baráttukveðjum á karla- og kvennalið Keflavíkur í kōrfubolta sem framundan er í úrslitakeppninni. Þjálfarar drengjanna eru þeir Sigurður Friðrik Gunnarsson, Kolbeinn Skagfjōrð Jósteinsson og Logi Ágústsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024