Keflavíkurstelpur úr leik
Lið Keflavíkur er úr leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn ÍBV á miðvikudaginn. Eyjastúlkur voru einfaldlega of sterkar og unnu báða leiki liðanna með yfirburðum, þann fyrri 4-0 og þann seinni 4-1.
Nína Ósk Kristinsdóttir gerði eina mark Keflavíkur í leiknum en það var 27. mark hennar í 14 deildarleikjum í sumar. ÍBV vann því viðureignina samanlagt 8-1 og mætir Þrótti R. í úrslitaleik deildarinnar en bæði lið leika í efstu deild að ári.