Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurskólar bestir í skólahreysti - Holtaskóli vann annað árið í röð
Fimmtudagur 26. apríl 2012 kl. 22:04

Keflavíkurskólar bestir í skólahreysti - Holtaskóli vann annað árið í röð

Fjórmenningarnir í skólahreystiliði Holtaskóla gerðu sér lítið fyrir og unnu annað árið í röð í Skólahreysti. Heiðarskóli sem vann árið 2009 varð í 2. sæti. Sannarlega frábær árangur hjá skólunum úr Reykjanesbæ. Þetta er í fyrsta sinn sem skóli sigrar tvö ár í röð en keppnin hefur verið haldin síðan árið 2005.

„Af hverju eru Keflvíkingar svona góðir í skólahreysti?,“ spurði fréttamaður RÚV í beinni útsendingu. „Meðal annars hreystibrautin (á gamla malarvellinum),“ sagði Guðmundur í liði Holtaskóla en hann sagði í viðtali að hann hefði farið á hverjum kvöldi undanfarið til að æfa sig.

Eitthundrað og tíu skólar hófu keppni en 12 skólar tóku þátt í lokaúrslitunum sem sýndar voru í beinni útsendingu á RÚV í kvöld.

Að þessu sinni voru þessir tveir skólar frá Reykjanesbæ í 12 liða úrslitum. Heiðarskóli sigraði keppnina árið 2009 en í fyrra hrósaði Holtaskóli sigri.

Myndirnar eru af skolahreysti.is

Efri mynd, lið Holtaskóla f.v.: Patrekur Friðriksson, Sólný Sif Jóhannsdóttir sem var ekki með í kvöld, í hennar stað var Eydís Ingadóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Guðmundur Ólafsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Neðri mynd, lið Heiðarskóla f.v.: Anton Freyr Hauksson, Leonard Sigurðsson, Irena Sól Jónsdóttir og Birta Dröfn Jónsdóttir.