Keflavíkursigur í toppslag fyrstu umferðar
Keflvíkingar unnu fyrsta toppslag tímabilsins í Subway deild karla í körfubolta þegar þeir lögðu Tindatól í æsispennandi viðureign í lokaleik fyrstu umferðar í Blue höllinni í kvöld. Lokatölur urðu 82-80 en í hálfleik leiddu gestirnir með fimm stigum.
Gestirnir frá Sauðárkróki voru sterkari í byrjun og munaði þar mikið um stórleik Adomas Drungilas sem var heimamönnum mjög erfiður. Með harðfylgni og góðum varnarleik tókst Keflvíkingum að minnka muninn sem mestur varð 13 stig niður í fimm stig. Þeir komu síðan mun sterkari til leiks í þriðja leikhluta og unnu hann með tíu stigum. Gestirnir misstu sinn besta mann, Drungilas, útaf fyrir óþróttamannslegt brot þegar hann rak olnbogann í Dominkas Milka. Keflvíkingar náðu forystu en náðu þó ekki að hrista gestina af sér og úr varð mikil spenna fram á lokaflautu leiks.
Tindastól er spáð 2. sæti en Keflvíkingum er spáð sigri í deildinni. Sérfræðingar Stöðvar 2 sem fjölluðu um leikinn í beinni útsendingu voru sammála um að Keflavík og Tindastóll stæðu vel undir þeim spám.
Lokamínúturnar voru æsispennandi og þurftu heimamenn virkilega að hafa fyrir sigrinum gegn sterkum Stólum. Hörður Axel Vilhjálmsson fór fyrir Keflvíkingum og skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. Eric Ayala skoraði næst með eða 21 stig. Hjá Stólunum skoraði Woods A. Kaywhown mest eða 22 stig.
Leikurinn var hin mesta skemmtun, mikið fjör og mikil læti. Keflvískir stuðningsmenn fylltu Sláturhúsið og voru heimamönnum mikill stuðningur allan leikinn. Keflvíkingar eru mjög vel mannaðir og eftir þennan leik ætti að vera óhætt að spá þeim toppbaráttu en það er ljóst að Tindastóll verður þar líka.
Keflavík-Tindastóll 82-80 (24-30, 22-21, 23-13, 13-16)
Keflavík: Eric Ayala 21, Horður Axel Vilhjalmsson 15/9 stoðsendingar, Igor Maric 13/8 fráköst, Dominykas Milka 9/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 9, Jaka Brodnik 8, David Okeke 4, Ólafur Ingi Styrmisson 2, Valur Orri Valsson 1, Arnór Sveinsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Magnús Pétursson 0.
Tindastóll: Woods Antonio Keyshawn 22, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 13/5 fráköst, Adomas Drungilas 13/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/6 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 2, Axel Kárason 2/4 fráköst, Orri Svavarsson 0, Veigar Svavarsson 0, Eyþór Lár Bárðarson 0, Helgi Rafn Viggósson 0, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 0.