Keflavíkursigur í spennuleik
Lið Keflavíkur og Hamars mættust í gærkvöldi í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik og hafði Keflavík betur í viðureigninni, 74 - 69. Leikurinn fór fram í Hveragerði.
Mikill hraði og spenna var í leiknum en Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhlutann, 24-20. Keflavík komst í 30-22 í öðrum leikhluta þegar Hamar lagaði stöðuna með góðum leikkafla, 32-31. Eftir leikhlé hjá Keflavíkurstúlkum tók Kristi Smith málin í sínar hendur og setti niður tvo þrista í röð og staðan var orðin 38-31. Þá tóku Hamarsstúlkur leikhlé og lögðu á ráðin. Í kjölfarið tókst þeim að jafna leikinn í 41-41 en Birna Valgarðs sá til þess að Keflavík fór til hálfleiks með tveggja stiga forystu eftir að hún skoraði úr tveimur vítaskotum.
Keflvíkingar mætti mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik heldur en heimastúlkur og skoruðu fyrstu 10 stigin þar sem Birna Valgarðs fór á kostum og setti niður tvo þrista. Keflavík hafði undirtökin sem m.a. mátti þakka góðri svæðisvörn. Staðan eftir þriðja leikhutann var 64-52, Keflavík í vil.
Heimastúlkur náðu áttum í fjórða leikhlutanum og söxuðu jafnt og þétt á forskot gestanna. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir munaði aðeins einu stigi á liðinum, 66-55.
Keflvík skoruði næsti fimm stigin og það virtist gera gæfumuninn. Hamri tókst að minnka muninn í tvö stig undir lokin en Keflavík hélt haus og kláraði dæmið.
Kristi Smith var stigahæst hjá Keflavík með 22 stig og 8 stoðsendingar. Birna Valgarðs var með 19 stig og 9 fráköst og Bryndís Guðmundsdóttir var með18 stig og 9 fráköst.
---
VFmynd/pket - Kristi Smith skoraði 22 stig fyrir Keflavík.