Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkursigur í Njarðvík
Fimmtudagur 7. október 2010 kl. 08:53

Keflavíkursigur í Njarðvík


Keflavík og Njarðvík áttust við í gærkvöldi í fyrstu umferð Iceland Express-deildar kvenna, en leikurinn var háður í Ljónagryfjunni. Lokatölur leiksins voru 75-82 fyrir Keflavík.

Keflavíkurstúlkur byrjuðu leikinn betur og voru með forystu eftir fyrsta leikhluta, 16-28. Í seinni leikhluta komu Njarðvíkurstúlkur spilinu af stað og tókst að skora 18 stig gegn 20 stigum hjá Keflavík. Staðan í hálfleik var 34-48.

Keflavíkurstúlkur virtust gefa eftir í seinni hálfleik og heimastúlkur nýttu sér það. Undir lokin fór um marga í stúkunni þegar Njarðvík náði að minnka muninn í 5 stig og um 2 mínútur eftir af leiknum. Keflavík stóðst þó álagið og landaði sigri.

Atkvæðamest hjá Keflavík var Jacquiline Adamshick með 21 stig og 15 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 19 stig og tók 12 fráköst. Hjá Njarðvík var Shayla Fields með 19 stig og Dita Liepkalne 18.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/Sölvi Logason.