Keflavíkursigur í Hólminum
Keflavík og Snæfell mættust í gærkvöldi í IE-deild kvenna í körfuknattleik og reyndist Keflavíkurstúlkur mun sterkari í leiknum, sem fram fór í Stykkishólmi. Úrslit urðu 81-65 fyrir Keflavík.
Lið Keflavíkur náði forystu snemma í leiknum og hafði undirtökin allan tímann. Þær leiddu í hálfleik 40-26 og komust í 20 stiga mun í þriðja leikhluta. Eftir það var alveg ljóst hvernig þessi leikur myndi fara.
Birna Valgarðs var feikna sterk í leiknum, skoraði 19 stig og hirti 8 fráköst. Bryndís Guðmunds skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Kristi Smith skoraði 12 stig og Rannveig Randversdóttir 10 stig.
---
Mynd - Birna Valgarðs sýndi mátt sinn í Hólminum.