Sunnudagur 30. mars 2003 kl. 15:59
Keflavíkursigur í deildarbikar
Keflavík sigraði KA, 4-2, í deildarbikarnum í knattspyrnu í dag í Reykjaneshöllinni. Keflavík hefur þar með unnið fjóra leiki í röð í riðlinum og eru sem stendur í 2. sæti með 12 stig, einu stigi á eftir Fram.Þórarinn Kristjánsson skoraði þrennu í leiknum.