Keflavíkursigur í baráttuleik
Keflavík sigraði Njarðvík, 81:72, í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Doritos í kvöld. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og hvorugt liðið náði miklu forskoti. Staðan í hálfleik var 36:35. Falur Jóhann Harðarson var bestur í liði Keflvíkinga og steig upp þegar á þurfti að halda. Hann skoraði 14 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Gary Hunter var hins vegar allt í öllu hjá gestunum en hann setti niður 25 stig og stal 5 boltum.Falur Harðarsson, sem átti góðan leik hjá Keflavík, var að vonum ánægður með sigurinn. "Þetta tókst, við lékum ekki vel en við spilum skynsamlega í lokin og það skóp sigurinn. Nú tóku allir þátt í þessu en við höfum verið að láta Damon fá boltan of mikið í svona leikjum og vonast til að hann klári þá. Í kvöld létum við boltann rúlla og með þolinmæði náðum við að skora mikilvægar körfur".
Það var töluverður munur á liðinu í þessum tveimur leikjum?
"Já ég held að við höfum allir hafi verið staðráðnir í að gera betur heldur en á þriðjudaginn þegar við töpuðum í deildinni. Núna komu menn ákveðnir til leiks og tilbúnir í að leggja sig fram sem skiptir rosalegu máli í svona jöfnum leikjum".
Þú áttir góðan leik, sérstaklega undir lokin, varstu ekki sáttur með þitt framlag?
"Jú, ég átti ágætis leik og var að hitta ágætlega úr skotunum. Ég hugsaði meira að keyra að körfunni en að skjóta fyrir utan og það gekk vel. Í síðasta leik vorum við allt of staðir og það þarf bara taka af skarið þegar svo ber undir", sagði að lokum.
Bestir í liði Keflvíkinga voru Falur Jóhann Harðarson með 14 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar, Damon Johnson 20 stig og 12 fráköst og Edmund Saunders var með 12 stig, 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta.
Hjá Njarðvík var Gary Hunter bestur en hann setti niður 25 stig og stal 5 boltum. Friðrik Stefánsson skoraði 4 stig en hirti 10 fráköst, Teitur Örlygsson skoraði 14 stig og Ragnar Ragnarsson skoraði 11 stig.
Það var töluverður munur á liðinu í þessum tveimur leikjum?
"Já ég held að við höfum allir hafi verið staðráðnir í að gera betur heldur en á þriðjudaginn þegar við töpuðum í deildinni. Núna komu menn ákveðnir til leiks og tilbúnir í að leggja sig fram sem skiptir rosalegu máli í svona jöfnum leikjum".
Þú áttir góðan leik, sérstaklega undir lokin, varstu ekki sáttur með þitt framlag?
"Jú, ég átti ágætis leik og var að hitta ágætlega úr skotunum. Ég hugsaði meira að keyra að körfunni en að skjóta fyrir utan og það gekk vel. Í síðasta leik vorum við allt of staðir og það þarf bara taka af skarið þegar svo ber undir", sagði að lokum.
Bestir í liði Keflvíkinga voru Falur Jóhann Harðarson með 14 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar, Damon Johnson 20 stig og 12 fráköst og Edmund Saunders var með 12 stig, 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta.
Hjá Njarðvík var Gary Hunter bestur en hann setti niður 25 stig og stal 5 boltum. Friðrik Stefánsson skoraði 4 stig en hirti 10 fráköst, Teitur Örlygsson skoraði 14 stig og Ragnar Ragnarsson skoraði 11 stig.