Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkursigur gegn KR
Mánudagur 31. janúar 2011 kl. 09:11

Keflavíkursigur gegn KR

Keflavík sigraði KR í fyrstu umferða A riðlis í kvennaboltanum í kvöld. 79-75 var lokastaða leiksins í miður fallegum körfuknattleik þar sem Keflavík hafði undirtökin í leiknum.

Í fyrri hálfleik var Keflavík að spila fanta góða 3-2 svæðisvörn sem virtist vefjast KR liðinu gríðarlega mikið. Þær áttu í mesta basli með að koma boltanum í körfuna og á meðan gengu heimastúlkur á lagið. Ekki hjálpaði að erlendi leikmaður þeirra Chazny Morris hafði ekki gert stig í fyrri hálfleik. Hún hinsvegar vaknaði til lífsins í þeim seinni og skoraði þá 19 stig.

Hjá Keflavík var að vanda Jackie Adamshick í algerum sérflokki með 34 stig og 15 fráköst. Sigurinn var verðskuldaður en þessi lið eru gríðarlega jöfn að styrkleika sem stendur og óhætt að segja að þau munu verða í slagsmálum um þá titla sem í boði eru.

Keflavík: Jacquline Adamshick 34/15 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 18/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/12 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/6 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst og Ingibjörg Jakobsdóttir 2.

KR: Margrét Kara Sturludóttir 21/5 fráköst, Chazny Paige Morris 19/9 fráköst og Hildur Sigurðardóttir 11/9 fráköst.

Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson

www.karfan.is
.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024