Keflavíkursigur eftir framlengingu
Carmen Tyson-Thomas með stórleik
Keflvíkingar unnu frábæran sigur á Valskonum eftir framlengingu í Domino's deild kvenna í gærkvöldi. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum hjá Keflavík. en hún skoraði 41 stig og tók 17 fráköst. Leikurinn var virkilega spennandi en Keflvíkingar voru mun betri aðilinn í framlengingunni og höfðu að lokum níu stiga sigur, 100-91. Eftir leikinn eru Keflvíkingar á toppnum ásamt Haukum og Snæfell.
Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 41/17 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 16/12 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 12/8 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/11 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 7, Hallveig Jónsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 3.