Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkursigur eftir framlengingu
Fimmtudagur 30. október 2014 kl. 10:03

Keflavíkursigur eftir framlengingu

Car­men Ty­son-Thom­as með stórleik

Keflvíkingar unnu frábæran sigur á Valskonum eftir framlengingu í Domino's deild kvenna í gærkvöldi. Car­men Ty­son-Thom­as fór á kostum hjá Keflavík. en hún skoraði 41 stig og tók 17 fráköst. Leikurinn var virkilega spennandi en Keflvíkingar voru mun betri aðilinn í framlengingunni og höfðu að lokum níu stiga sigur, 100-91. Eftir leikinn eru Keflvíkingar á toppnum ásamt Haukum og Snæfell.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kefla­vík: Car­men Ty­son-Thom­as 41/​17 frá­köst, Sara Rún Hinriks­dótt­ir 16/​12 frá­köst, Marín Lauf­ey Davíðsdótt­ir 12/​8 frá­köst, Birna Ingi­björg Val­g­arðsdótt­ir 9, Ing­unn Embla Krist­ín­ar­dótt­ir 9/​11 frá­köst, Sandra Lind Þrast­ar­dótt­ir 7, Hall­veig Jóns­dótt­ir 3, Bríet Sif Hinriks­dótt­ir 3.