Keflavíkursigur á heimavelli
KR-ingar sóttu ekki gull í greipar Keflvíkinga suður með sjó frekar en fyrri daginn þar sem Keflavík vann góðan sigur í dag, 4-2.
Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson komu Keflvíkingum í 2-0, en Björgólfur Takefúsa minnkaði muninn úr víti rétt fyrir hálfleik.
Björgólfur var aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks og jafnaði, en Guðmundur kom Keflvíkingum yfir á ný skömmu síðar. Símun Samúelssen gerði svo út um leikinn undir lokin með laglegri vippu yfir markvörð KR.
Nánar um leikinn síðar...
VF-mynd/Þorgils