Keflavíkurkonur töpuðu fyrir Haukum
liðið án stiga eftir þrjár umferðir í 1. deildinni
Lítið gengur hjá Keflavíkurkonum í 1. deild kvenna en liðið tapaði 2-3 í dag gegn Haukum á Nettóvellinum.
Staðan í hálfleik var 1-1 en það voru heimastúlkur sem voru fyrri til að skora þegar Margrét Hulda Þorsteinsdóttir skoraði á 19. mínútu. Haukar jöfnuðu metin á 42. mínútu með marki frá Hildigunnu Ólafsdóttur.
Haukar skoruðu svo tvö mörk með 10 mínútna millibili snemma í síðari hálfleik og breyttu stöðunni úr 1-1 í 1-3 með mörkum frá Hafdísi Erlu Valdimarsdóttur og Hildigunni Ólafsdóttur. Keflvíkingar minnkuðu svo muninn á 82. mínútu með marki frá Marín Rún Guðmundsdóttur og urðu lokatölur því 2-3 fyrir Hauka.
Keflvíkingar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni þetta sumarið og situr á botni A-riðils 1. deildar kvenna en liðið er skipað ungum leikmönnum sem margar hverjar eru að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki.