Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurkonur og Grindavíkurkarlar til Tyrklands
Miðvikudagur 4. apríl 2007 kl. 13:24

Keflavíkurkonur og Grindavíkurkarlar til Tyrklands

Landsbankadeildarlið Keflavíkurkvenna og 2. flokkur Keflavíkur halda í dag til Antalya í Tyrklandi þar sem hópurinn mun vera við æfingar næstu rúma vikuna eða fram til 14. apríl. Þá verður karlalið Grindavíkur einnig með í för.

 

Önnur íslensk keppnislið með Suðurnesjaliðunum í Tyrklandi eru kvennalið Stjörnunnar og karlalið Vals og KA. Hópurinn dvelur á Kaya Belek hótelinu en fimm knattspyrnuvellir eru við hótelið.

 

Knattspyrnulið landsins kappkosta nú við að koma sér í toppform enda stutt í að deildirnar hefjist en liðin hafa síðustu vikur verið að keppa í Lengjubikarnum. Keflavíkurkarlar eiga einmitt leik í þeirri keppni í kvöld kl. 18:00 þegar þeir mæta Fjölnismönnum í Reykjaneshöll.

 

VF-mynd/ www.keflavik.is - Keflavíkurhópurinn sem heldur til Tyrklands í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024