Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurkonur hefja leik í kvöld
Mánudagur 21. maí 2007 kl. 12:10

Keflavíkurkonur hefja leik í kvöld

Keppni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Keflavíkurkonur hefja leik á heimavelli og fá þær Þór/KA í heimsókn. Fyrir leiktíðina var Keflavíkurkonum spáð 4. sæti í deildinni á eftir Val, KR og Breiðablik. Salih Heimir Porca er þjálfari Keflavíkurkvenna en hann tók við liðinu í vetur eftir að hafa verið með lið Haukakvenna í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Salih til aðstoðar er Elís Kristjánsson en hann er jafnframt þjálfari 2. flokks kvenna.

 

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Keflavíkur og ber þar helst að nefna að sóknarmennirnir Nína Ósk Kristinsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir hafa horfið á braut.

 

Farnar frá Keflavík:

Inga Lára Jónsdóttir hætt,

Thelma Þorvaldsdóttir hætt,

Linda O´Donell hætt,

Karen Penglase hætt, 

Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir hætt,

Ólöf Pálsdóttir gengin í raðir GRV,

Nína Ó. Kristinsdóttir í Val.

 

Nýjir leikmenn:

Jelena Petrovic frá Haukum,

Björg Magnea Ólafsdóttir frá Val,

Beth Ragdale Crew Alexander.

 

Leikir Keflavíkur og Þórs/KA í Landsbankadeildinni í fyrra:

 

2006

Keflavík - Þór/KA     6-3 

Þór/KA - Keflavík     1-3 

 

Aðrir leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld:

 

19:15 Fjölnir-Fylkir

19:15 Valur-Stjarnan

 

VF-mynd/ [email protected] - Á föstudag var stuðningsmönnum og velunnurum KSD Keflavíkur boðið í veislu hjá SG Bílasölu í Reykjanesbæ þar sem karla- og kvennalið Keflavíkur voru kynnt til leiks ásamt því að nýjir búningar liðsins voru til sýnis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024