Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurkonur eina von Suðurnesjanna
Mánudagur 29. janúar 2007 kl. 13:31

Keflavíkurkonur eina von Suðurnesjanna

Seinasti undanúrslitaleikurinn í Lýsingarbikarnum í körfuknattleik fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavíkurkonur eru eina Suðurnesjaliðið sem eftir er í Lýsingarbikarnum og því síðasta von Suðurnesjamanna um bikartitil í ár. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er jafnframt kveðjuleikur TaKeshu Watson.

 

TaKesha greindist á dögunum með rifinn liðþófa og þarf rúman mánuð til að jafna sig en það er of langur tími og því var það sameiginleg ákvörðun þjálfara og leikmanns að Watson myndi ekki leika meira með Keflavík í vetur. Leit stendur nú yfir af arftaka Watson. 

 

Keflavík tekur á móti Hamri sem situr á botni Iceland Express deildarinnar og því eru Keflavíkurkonur fyrirfram sigurstranglegra liðið. Karlalið Keflavíkur tapaði í Hveragerði í gær svo gera má ráð fyrir því að stelpurnar hyggi á hefndir fyrir strákan í kvöld.

 

[email protected]  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024