Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurhraðlestin vann Vilhjálmsbikarinn
Föstudagur 27. júlí 2007 kl. 20:12

Keflavíkurhraðlestin vann Vilhjálmsbikarinn

Vilhjálmsbikarinn, minningarmót Vilhjálms Vilhjálmssonar, var haldið á Hólmsvelli í Leiru á miðvikudag. Fjölskylda Vilhjálms sá um mótið sem var hið glæsilegasta þar sem boðið var upp á mat á meðan leik stóð og svo matur og eftirréttur að leik loknum.

 

130 keppendur voru með og var spilað með greensome fyrirkomulagi með forgjöf. Verðlaun voru veitt fyrir efstu sætin og fern nándarverðlaun. Sigurvegarar í mótinu voru tveir meðlimir úr Keflavíkurhraðlestinni þeir Albert Óskarsson og Falur Harðarson á 61 höggi nettó. Í öðru sæti voru Gunnar Þórarinsson og Skúli Ágústsson á 63 höggum nettó og í þriðja sæti voru Halldór Guðjón Halldórsson og Hafþór Þórðarson einnig á höggum 63 nettó.

 

VF-mynd/ Páll Ketilsson - Félagarnir Albert Óskarsson og Falur Harðarson með sigurlaunin.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024