Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurdagurinn kominn til að vera
Skotið af öllum lífs og sálar kröftum. Hvað ætli radarbyssan hafi sagt?
Þriðjudagur 14. október 2014 kl. 09:25

Keflavíkurdagurinn kominn til að vera

Myndir frá íþróttahúsinu við Sunnubraut

Keflavíkurdagurinn var haldinn í fyrsta sinn um liðna helgi, en þá var starfsemi íþróttadeilda Keflavíkur kynnt fyrir íbúum Reykjanesbæjar. Á milli 300-400 manns litu við á Sunnubrautinni, léku listir sínar í hinum ýmsu íþróttagreinum, gæddu sér á pylsum og hlýddu á Friðrik Dór þenja raddböndin.

Ákaflega vinsælt var að skjóta af loftriffli og skammbyssu frá skotdeildinni. Margir könnuðu skotkraftinn í fótboltanum með hjálp radarbyssu, á meðan aðrir tóku flikk flakk á dýnu fimleikadeildarinnar. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum en fleiri má finna á ljósmyndavef Víkurfrétta hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einar Haraldsson sagði í samtali við VF að þegar væri farið að huga að næsta ári þar sem Keflavíkurdagurinn væri kominn til að vera.