Íþróttir

Keflavíkingar rúlluðu upp Íslandmótinu í taekwondo
Þriðjudagur 30. mars 2010 kl. 09:00

Keflavíkingar rúlluðu upp Íslandmótinu í taekwondo


Keflvíkingar voru feikna öflugir á Íslandsmótinu í taekwondo-bardaga sem fór fram um helgina í íþróttahúsinu á Ásbrú. Keflvíkingar komust í úrslit í nánast öllum flokkum, unnu 10 af 18 flokkum á mótinu og samtals 24 verðlaun. Keflavík vann einnig heildarkeppnina og er þar með Íslandsmeistari félaga í taekwondo. Eingöngu eitt félag hefur áður unnið þann titil og hélt honum í 13 ár en það er Fjölnir.

Til keppnis mættu bestu keppendur landsins og fulltrúar frá flestum taekwondo félögum á Íslandi Fyrr um daginn var einnig haldið barnamót TKÍ.  Þar voru Keflvíkingar í aðalhlutverki og unnu nærri því alla flokka.
--

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Mynd úr safni - Taekwondo snillingarnir í Keflavík hafa alltaf látið mikið að sér kveða í mótum.