Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Keflavík varði bikarmeistaratitilinn í Taekvondo
Bikarmeistaralið Keflavíkur í Taekvondo.
Miðvikudagur 8. maí 2013 kl. 13:12

Keflavík varði bikarmeistaratitilinn í Taekvondo

Um helgina var haldið þriðja og síðasta mótið í Bikarmótaröð Taekwondo sambands Íslands. Mótið var haldið í íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut. Rúmlega 200 keppendur tóku þátt frá átta félögum. Á laugardeginum kepptu þeir sem eru 11 ára og yngri og á sunnudeginum kepptu 12 ára og eldri. Keppt var í tveimur greinum, bardaga og tækni.

Keflvíkingar voru með sterkt lið, 47 keppendur og sigruðu mótið. Keflvíkingar voru með 30 gull, 20 silfur og 17 brons. Á laugardegi fengu Keflvíkingar 127 stig í liðakeppninni á meðan Afturelding var í 2. sæti með 73. Á sunnudegi fengu Keflvíkingar svo 100 stig og Afturelding í 2. með 58. Heildarstigafjöldi yfir helgina voru

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

1. Keflavík 227
2. Afturelding 131
3. Ármann 117

Keflvíkingar voru þá með bestan árangur Bikarmótaraðarinnar, enda sigruðu þeir öll þrjú mótin og vörðu því Bikarmeistaratitlinum. Þess má geta að Keflvíkingar hafa þá sigrað öll 5 mótinu á tímabilinu 2012-2013. Það telja þrjú Bikarmót og tvenn Íslandsmót og setja því enn og aftur rök fyrir því að vera sterkasta félag landsins.


Keppendur mótsins voru
Tækni
Drengur: Bjarni Júlíus Jónsson - Keflavík
Stúlka: Ástrós Brynjarsdóttir - Keflavík
Karl: Helgi Rafn Guðmundsson - Keflavík
Kona: María Guðrún Sveinbjörnsdóttir - Afturelding

Bardagi
Drengur: Karel Bergmann Gunnarsson - Keflavík
Stúlka: Þuríður Nótt - Höttur
Karl: Ari Normandy - Keflavík
Kona : Margrét Edda Gnarr - Selfoss

Samanlagður árangur
Drengur: Bjarni Júlíus Jónsson - Keflavík
Stúlka: Ástrós Brynjarsdóttir - Keflavík
Karl: Helgi Rafn Guðmundsson - Keflavík
Kona: Herdís Þórðardóttir - Afturelding


Hér sjáum við þá keppendur sem voru valdir keppendur mótsins í bardaga.