Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vantaði tvö stig gegn KR
Ingibjörg Jakobsdóttir og stöllur hennar í Grindavík voru í miklum vandræðum gegn Va.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 3. október 2019 kl. 12:25

Keflavík vantaði tvö stig gegn KR

Keflavík tapaði naumlega fyrir KR í fyrstu umferð Domino’s deildarinnar í körfubolta en leikið var í Frostaskjóli í Reykjavík. Í lokin munaði aðeins einu stigi en KR skoraði sigurkörfuna 13 sekúndum fyrir leikslok. Sá tími dugði Keflavík ekki til að tryggja sér sigurinn.

Leikurinn var mjög jafn allan tímann og m.a. var jafnt í hálfleik 37-37.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Daniela Morillo, nýr útlendingur hjá Keflavík skoraði 28 stig og tók 15 fráköst. Kamilla Sól Viktorsdóttir var með 15 stig og þær Þóranna Kika Hodge-Carr og Salbjörg R. Sævarsdóttir voru með 9 stig hvor.

Hjá KR skoraði Sanja Orazovic 25 stig.

Grindavíkurstúlkur lentu á vegg þegar þær léku gegn stórliði Vals á heimavelli sínum í Grindavík. Þegar leik lauk munaði 47 stigum á liðunum 49-96.

Hjá Grindavík skoraði Kamilah Jackson 15 stig og tók 13 fráköst.

Karlaboltinn byrjar í kvöld og leika Keflavík og Njarðvík á útivelli. 

Dominos deild karla:

Haukar – Þór Ak kl 19:15

Fjölnir – Valur kl 19:15

ÍR – Njarðvík kl 19:15

Tindastóll – Keflavík kl 19:15