Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann yfirburðasigur á KR
Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson skilaði sínu dagsverki, var með þrettán stig og átta stoðsendingar. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 26. nóvember 2022 kl. 12:30

Keflavík vann yfirburðasigur á KR

Keflavík bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína í Blue-höllinni í gær í Subway-deild karla í körfuknattleik. Það voru KR-ingar sem urðu fyrir barðinu á sterkum Keflvíkingum sem unnu sannfærandi 91:75.
Ólafur Ingi hirðir frákastið, hann var stigahæstur heimamanna með fimmtán stig.

Keflavík - KR 91:75

(21:15, 27:11, 19:24, 24:25)

Keflvíkingar höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og höfðu 22 stiga forystu eftir annan leikhluta (48:26). Það var smá værð yfir leik heimamanna í þriðja leikhluta og KR náði örlítið að rétta sinn hlut en aldrei varð nein hætta á að gestirnir kæmust inn í leikinn aftur.

Keflavík er í þriðja sæti, með fimm sigra eins Breiðablik, en Valur er á toppnum með sex sigra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Okeke átti fínan dag á skrifstofunnni, var með þrettán stig og ellefu fráköst.

Keflavík: Ólafur Ingi Styrmisson 15/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 13/8 stoðsendingar, David Okeke 13/11 fráköst, Igor Maric 12/6 fráköst, Dominykas Milka 9/12 fráköst, Jaka Brodnik 9/4 fráköst, Eric Ayala 7/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 6, Magnús Pétursson 5, Valur Orri Valsson 2/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Arnór Sveinsson 0.

Nánar um leikinn.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á leiknum og fleiri myndir má sjá í myndasafni neðst á síðunni.

Keflavík - KR (91:75) | Subway-deild karla 25. nóvember 2022