Keflavík vann úti
Keflvíkingar mættu Gróttu í gær í Lengjudeild kvenna. Keflavíkurstelpurnar hafa verið að leika afbragðs vel í sumar og sitja í næstefsta sæti deildarinnar á meðan Grótta er í fjórða sæti. Fyrirliðinn, Natasha Anasi, tryggði Keflavík sigurinn og skoraði hún tvö mörk í leiknum.
Keflvíkingar lentu undir snemma í leiknum (17') en Natasha jafnaði á 34. mínútu og staðan 1:1 í hálfleik.
Í seinni hálfleik skoraði Kara Petra Aradóttir á 54. mínútu og kom Keflavík í forystu, 2:1.
Forysta Keflvíkinga stóð ekki lengi því Grótta jafnaði fjórum mínútum síðar (58') en fyrirliðinn, Natasha, skoraði seinna mark sitt á 68. mínútu og tryggði Keflavík sigurinn.
Keflavík er einu stigi eftir Tindastóli, sem situr á toppi Lengjudeildarinnar, og sjö stigum fyrir ofan liðið í þriðja sæti, Hauka. Tindastóll og Haukar eiga þó leik til góða.