Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 14. mars 2004 kl. 22:33

Keflavík vann stórsigur í deildarbikarnum!

Keflvíkingar unnu góðan sigur á ÍA, 5-2, í deildarbikar karla í knattspyrnu í kvöld.

Keflvíkingar mættu ákveðnir til leiks í Reykjaneshöllinni og höfðu skorað 3 mörk eftir um hálftíma leik. Skagamenn náðu að minnka muninn með tveimur slysalegum mörkum rétt fyrir hálfleik og pressuðu vel í upphafi þess seinni. Keflvíkingar stóðu þó af sér áhlaupið og veittu gestunum náðarhöggið með tveimur mörkum fyrir leikslok.

Markaskorarar Keflavíkur: Hörður, Magnús, Zoran, Hólmar, Þórarinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024