Keflavík vann stórsigur á Víking Ólafsvík
-Anita Lind með tvö mörk
Keflavík sigraði Víking Ólafsvík 4:0 í 1. deild kvenna á Ólafsvíkurvelli í gær. Anita Lind Daníelsdóttir skoraði fyrsta markið á 12. mínútu. Mairead Clare Fulton skoraði annað markið á 28. mínútu. Anita Lind var aftur á ferðinni á 49. mínútu með sitt annað mark. Eydís Ösp Haraldssóttir skoraði lokamarkið 58. mínútu.
Keflavík er í 3. - 4. sæti deildarinnar með 27 stig.