Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík vann stórsigur á Val
Laugardagur 10. maí 2008 kl. 18:52

Keflavík vann stórsigur á Val



Keflavík vann frækinn stórsigur á Íslandsmeisturum Vals í Landsbankadeild karla í dag, 5-3. Sigurinn var síst of stíor því Valsarar bættu tveimur mörkum við undir lok leiks sem lagaði útkomuna.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hans Matiesen gerði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 55 sekúndur, Símun Samúelsen bætti öðru við á þeirri fimmtu og stóðu leikar þannig í hálfleik.

 

Guðmundur Steinarsson breytti stöðunni í 3-0 með marki úr víti á 56. mínútu, Kenneth Gustavsson varð fyrir því að skora sjálfsmark á 60. mínútu, en Guðmundur skoraði strax í næstu sókn.

 

Guðjón árni Antoníusson gerði út um leikinn með fimmta marki heimamanna á 78. mín áður en Hafþór Vilhjálmsson og Bjarni Ólafur Eiríksson klóruðu í bakkann á lokakaflanum. Hafþóri var svo vikið af velli stuttu síðar eftir hressilegt brot á Hólmari Erni Rúnassyni, sem kom inn af bekknum líkt og Hörður Sveinsson, en þeir félagar gengu til liðs við sitt gamla félag í gær, rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði.

 

Nánar síðar í kvöld...


VF-mynd/Þorgils - Keflvíkingar fagna stuðningsmönnum sínum sem studdu dyggilega við sína menn allan leikinn.