Keflavík vann stórsigur á GÍ
Keflvíkingar unnu afgerandi sigur á færeyska liðinu Götu Ítróttarfélag, 7-2, í æfingaleik í Reykjaneshöllinni í kvöld.
Keflvíkingar skoruðu fyrstu 5 mörk leiksins áður en GÍ svaraði með tveimur í röð. Heimamenn smelltu inn tveimur mörkum í viðbót áður en flautað var til leiksloka og stórsigur var staðreynd.
Milan Jankovic, þjálfari Keflavíkur, segist ánægður með leik liðsins þessa stundina, en enn megi bæta varnarleikinn sem og úthald leikmanna.
Markaskorarar Keflavíkur: Þórarinn 2, Hörður 2, Magnús, Hjörtur, Haraldur.
Leikurinn var sá fyrsti af þremur leikjum Færeyinganna hér á landi því að á morgun spila þeir við Njarðvíkinga og á laugardaginn mæta þeir U-19 landsliði Íslands.