Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann Snæfell
Miðvikudagur 28. febrúar 2018 kl. 21:44

Keflavík vann Snæfell

Keflavík tók á móti Snæfelli í Domino´s-deild kvenna í körfu í kvöld en lokatölur leiksins urðu 91-70 fyrir Keflavík. Brittanny Dinkins var enn og aftur með stórleik í liði Keflavíkur og skoraði hvorki meira né minna en 40 stig í kvöld. Keflavík náði að halda Snæfelli í skefjum í allt kvöld og var sigurinn aldrei í hættu.

Keflavík er í þriðja sæti deilarinnar eftir leik kvöldsins og pressar stíft að toppliðum deildarinnar, Haukum og Val.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Brittanny Dinkins 40 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13 stig og 6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13 stig og 9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8 stig og 6 stoðsendingar og Kamilla Sól Viktorsdóttir 7 stig.