Keflavík vann Powerade-bikarinn
Keflavík vann í dag Powerade-bikar kvenna eftir úrslitaleik gegn KR. Lokatölur leiksins urðu 82-71 fyrir Keflavík. Mikil spenna var á lokamínútum leiksins. Keflavík hafði haft yfirhöndina meginþorra leiksins en í þriðja leikhluta náði KR að jafna leikinn. Í fjórða leikhluta var sama spennan, en um miðjan leikhlutan náði Keflavík með góðri vörn að breiðka bilið og hafði að lokum góðan sigur.
Birna Valgarðsdóttir átti góðan leik hjá Keflavík, skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir og Svava Ó. Stefánsdóttir skoruðu 15 stig.
Í liði KR var Hildur Sigurðardóttir atkvæðamest með 19 stig. Hún tók einnig 15 fráköst og sendi sex stoðsendingar. Systurnar Guðrún og Sigrún Ásmundadætur voru einnig atkvæðamiklar í liði KR. Guðrún var með 18 stig en Sigrún setti niður 17 stig. KR lék án erlends leiksmanns í dag átti fullt erindi í Keflavíkurliðið, sem þó sýndi styrk sinn þegar mest á reyndi.
Fyrsti titilinn í hús hjá Íslandsmeisturum Keflavíkur sem munu gera harða atlögu að öllum titlunum í vetur.
Tölfræði
VF-MYND/JJK: Keflavík fagnaði sigri í Powerade-bikar kvenna í dag.