Keflavík vann Njarðvík
Keflavíkurstúlkur mættu Njarðvíkurstúlkum í 1. kvenna í körfuknattleik í Keflavík í gærkvöld. Fyrir leikinn höfðu Njarðvíkurstúlkur ekki unnið neinn leik af þeim 3 sem leiknir hafa verið. Heppnin var heldur ekki með þeim í gær en þá sigruðu Keflvíkingar 74:55.
Keflavík hafði skorað 21 stig í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar aðeins 6. Erla Þorsteinsdóttir skoraði flest stig eða 18 en hún vvar með 11 fráköst. Kristín Blöndal var með 16 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Birna Valgarðs var með 11 stig. Hjá Njarðvíkingum var Díana Jónsdóttir stigahæst með 13 stig og Auður Jónsdóttir með 7 og 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Njarðvíkurstúlkur eru í neðsta sæti deildarinnar með ekkert stig eftir þrjá leiki en Keflavík er í því þriðja með 4 stig eftir 4 leiki.
Keflavík hafði skorað 21 stig í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar aðeins 6. Erla Þorsteinsdóttir skoraði flest stig eða 18 en hún vvar með 11 fráköst. Kristín Blöndal var með 16 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Birna Valgarðs var með 11 stig. Hjá Njarðvíkingum var Díana Jónsdóttir stigahæst með 13 stig og Auður Jónsdóttir með 7 og 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Njarðvíkurstúlkur eru í neðsta sæti deildarinnar með ekkert stig eftir þrjá leiki en Keflavík er í því þriðja með 4 stig eftir 4 leiki.