Keflavík vann nágrannaslaginn
Keflavík og Njarðvík mættust í kvöld í Domino´s-deild karla í körfu en það er alltaf gríðarleg spenna í loftinu þegar nágrannaliðin mætast. Keflavík var með yfirhöndina í leiknum í kvöld og leiddi í hálfleik með níu stigum. Njarðvík reyndi að næla sér í sigurinn á lokasprettinum en Keflavík hélt út og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni en Keflavík er í áttunda sæti deildarinnar. Njarðvík missti hins vegar heimaleikjarétt sinn í úrslitakeppninni því ljóst er eftir leik kvöldsins að Njarðvík verður ekki í einu af fjórum efstu sætum deildarinnar sem tryggir heimaleikjarétt. Lokatölur leiksins voru 87-83 fyrir Keflavík.
Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru; Hörður Axel Vilhjálmsson 21 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 16 stig, Christian Dion Jones 14 stig, 7 fráköst og 3 varin skot, Dominique Elliott 11 stig, Ragnar Örn Bragason 9 stig og Daði Lár Jónsson 7.
Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru; Logi Gunnarsson 20 stig, Maciek Stanislav Baginski 16 stig og 5 fráköst, Terrell Vinson 16 stig og 5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12 stig og 6 fráköst, Kristinn Pálsson 10 stig og 6 fráköst og Ragnar Helgi Friðriksson 7 stig og 7 stoðsendingar.
Meðfylgjandi myndir tók Páll Orri Pálsson.