Sunnudagur 29. janúar 2006 kl. 21:37
Keflavík vann KR
Keflvíkingar unnu ótrúlegan sigur á KR í Iceland Express deild karla í körfuknattleik 92-95. KR-ingar voru yfir nær allan leikinn en Magnús Gunnarsson tryggði sínum mönnum sigurinn með 3ja stiga körfu um leið og lokaflautið gall.