Keflavík vann í Vesturbænum
Keflvíkingum vantar nú aðeins einn sigur í einvígi þeirra við KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur Keflavík í kvöld. Liðin mættust á heimavelli KR-inga og var þetta leikur þeirra og Keflavík hefur unnið þá báða.
Keflvíkingar voru betri aðilinn í kvöld og höfðu betur en andstæðingarnir í öllum leikfjórðungum (24:26, 25:26, 12:16, 21:23).
Annar leikhluti var ekki góður hjá þeim og undir lok hans voru Keflvíkingar sjö stigum undir (49:42) en þeir sneru taflinu sér í hag og skoruðu tíu síðustu stig fyrri hálfleiks. Staðan 49:52.
Keflavík leiddi stærstan hluta leiksins en KR minnkaði muninn í tvö stig (82:84) þegar um tvær og hálf mínúta voru eftir. Eins og í lok fyrri hálfleiks stoppaði Keflavík upp í öll göt í vörninni og meinuðu KR-ingum aðgang að körfunni. Keflavík skoraði sjö síðustu stigin í leiknum og svo fór að góður níu stiga sigur varð niðurstaðan, 82:91.
Liðin mætast aftur á mánudag í Blue-höllinni og þar geta Keflvíkingar tryggt sér farseðilinn í úrslitaleikinn.
Valur Orri Valsson var sjóðheitur í kvöld með 24 stig og hitti í sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Donimykas Milka var næststigahæstur í liði Keflvíkinga með 21 stig og tólf fráköst.
Frammistaða Keflvíkinga: Valur Orri Valsson 24, Dominykas Milka 21/12 fráköst, Deane Williams 19/10 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/8 fráköst/12 stoðsendingar, Calvin Burks Jr. 8/6 fráköst, Ágúst Orrason 5, Arnór Sveinsson 2, Reggie Dupree 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Magnús Pétursson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.