Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann Grindavík - Njarðvík tapaði fyrir Haukum
Laugardagur 6. október 2012 kl. 18:55

Keflavík vann Grindavík - Njarðvík tapaði fyrir Haukum

Suðurnesjaliðin voru í eldlínunni í dag þegar önnur umferð í Domions-deild kvenna fór fram. Íslandsmeistarar Njarðvíkur tapaði á heimavelli í spennandi leik fyrir Haukum í Ljónagryfjunni. Lokaúrslit urðu 57-60 fyrir Haukakonur. Lele Hardy var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig og tók einnig 17 fráköst. Njarðvík er um miðja deild með einn sigur og eitt tap.

Í Toyotahöllinni mættust Keflavík og Grindavík. Gestirnir úr Grindavík byrjuðu leikinn betur og leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 23-26. Keflavíkurstúlkur tóku hins vegar öll völd í kjölfarið og spilaði frábæra vörn það sem eftir lifði leiks. Lokaúrslit urðu 87-47 og tókst Grindavíkurkonum aðeins að skora fjögur stig í lokaleikhlutanum. Frábær frammistaða hjá Keflavík

Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest hjá Keflavík með 20 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 19 stig. Hjá Grindavík var Dellena Criner stigahæst með 19 stig. Keflavík byrjar keppnistímabilið vel og hefur unnið báða leik sína til þessa. Grindavík situr hins vegar á botninum án stiga.

Keflavík-Grindavík 87-47 (23-26, 26-10, 20-7, 18-4)

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 20/6 fráköst/6 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 19/4 fráköst, Jessica Ann Jenkins 12, Ingunn Embla Kristínardóttir 11/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9, Sandra Lind Þrastardóttir 4/7 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 2/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2/5 fráköst, María Ben Jónsdóttir 1.

Grindavík: Dellena Criner 19/11 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 10/10 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/4 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 4/7 fráköst, Sandra Ýr Grétarsdóttir 2, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2/3 varin skot, Alexandra Marý Hauksdóttir 2.

Njarðvík-Haukar 57-60 (10-15, 6-11, 19-20, 22-14)

Njarðvík: Lele Hardy 24/17 fráköst/5 stoðsendingar, Ásdís Vala Freysdóttir 13/7 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 11, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4/8 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2/5 fráköst, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 1/5 fráköst.

Haukar: Siarre Evans 27/24 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/6 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024