Föstudagur 11. ágúst 2017 kl. 08:57
Keflavík vann góðan útisigur
Keflavík gerði góða ferð á Víkingsvöll í gær þegar þær siguðu HK/Víking 1:0 í 1. deild kvenna. Það var Anita Lind Daníelsdóttir sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Keflavík er í 4. sæti deildarinnar með 24 stig.