Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann fyrsta leikinn
Sunnudagur 30. mars 2008 kl. 18:16

Keflavík vann fyrsta leikinn

Keflavík vann spennuþrunginn sigur á nýliðum KR í fyrsta einvígi liðanna í úrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik í dag. Lokatölur voru 82-81 Keflavík í vil en KR-ingar áttu síðustu sóknina en þeim misfórst að stela sigrinum í Toyotahöllinni.

 
Staðan er því 1-0 í einvígi liðanna en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Næsti leikur liðanna er á þriðjudag í DHL-Höllinni í Vesturbænum.
 
TaKesha Watson var valin besti maður leiksins en hún gerði 21 stig í dag. Þær Candace Futrell og Hildur Sigurðardóttir gerðu báðar 29 stig fyrir KR.
 
Nánar um leikinn síðar...
 
Nú á eftir kl. 19:15 hefjast leikir Þórs og Keflavíkur og svo Skallagríms og Grindavíkur í úrslitakeppni karla en liðin eru að leika sína aðra leiki. Með sigrum í kvöld geta bæði Keflavík og Grindavík komist áfram í undanúrslit.
 
VF-Mynd/ [email protected]   TaKesha Watson átt ljómandi góðan dag með Keflavíkurliðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024