Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann Fjölni - Þrenna hjá Butler
Sunnudagur 20. nóvember 2011 kl. 18:26

Keflavík vann Fjölni - Þrenna hjá Butler

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur unnu sinn sjöunda deildarleik í röð í gær þegar Fjölniskonur komu í heimsókn. Lokatölur leiksins voru 82-74 Keflavík í vil þar sem Jaleesa Butler splæsti í þrennu með 15 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar.
Keflavík var mun sterkari aðilinn í leiknum og greinilegt að þær voru ekki búnar að gleyma úrslitunum frá því að þessi lið mættust síðast. Þær pressuðu Fjölnisstúlkur stíft og voru með yfirhöndina allan tímann.

Forskot Keflavíkur var orðið nokkuð myndarlegt þegar fjórði leikhluti hófst en þá tóku gestirnir á rás og gerðu 33 stig gegn aðeins 6 frá Keflavík og því varð munurinn aðeins 8 stig í lokin.

Jaleesa Butler var með þrennu í leiknum og stóð fyrir sínu eins og alltaf með 15 stig, 13 fráköst og 10 stoðs. Pálína Gunnlaugsdóttir er í feiknaformi og skilaði 19 stigum, 6 fráköstum og 6 stolnum boltum. Birna Valgarðsdóttir átti líka mjög fínan dag með 18 stig og 5 fráköst.

Hjá Fjölni var Brittney Jones mest áberandi og sérstaklega í seinnihálfleik með 27 stig og 9 fráköst, þá var Katina Mandylaris með 16 stig, 14 fráköst og 5 stolna bolta.

Karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024