Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann botnliðið
Þriðjudagur 9. nóvember 2004 kl. 22:30

Keflavík vann botnliðið

Keflavík vann KR í 1. deild kvenna í kvöld, 81-56. Þær eru því enn ósigraðar á toppi deildarinnar, en KR er á botninum án stiga eftir fimm töp.

Keflavík byrjaði vel og spilaði hörkuvörn á móti gestunum og voru komnar í 22-11 eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum fjórðungi fóru skotin hjá þeim að hætta að rata í körfuna á meðan KR hélt sínu striki.munurinn var 38-33 í hálfleik og í 3. leikhluta fengu KR-stúlkur færi á að komast yfir. Það hafðist þó ekki og Keflavík leiddi með 57-54 fyrir lokafjórðunginn. Þá settu heimasætur í lás í vörninni þar sem KR skoraði einungis tvö stig á síðustu tíu mínútunum.

„Við byrjuðum að spila góða vörn og stálum mörgum boltum en hittnin var skelfileg,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, „Þetta var kannski eitthvað einbeitingarleysi þar sem við vorum að klikka úr auðveldum færum. Svo þegar skotin fóru að detta kom þetta allt saman.“

Tölfræði leiksins


VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024