Keflavík vann Blika en Grindavík tapaði í Firðinum
Keflvíkurstúlkur unnu mikilvægan útisigur í Domino’s deild kvenna í körfubolta þegar þær lögðu Breiðablik á útivelli í gær 71:75 en þessi lið mætast einmitt í Geysis-bikarnum um næstu helgi.
Daniela Wallen Morillo fór mikinn hjá Keflavík og skoraði 32 stig, tók 15 frákösts og gaf 11 stoðsendinga auk þess að stela boltanum níu sinnum. Þóranna Kika Hodge-Carr var líka mjög drjúg og skilaði 14 stigum og 6 fráköstum.
Leikurinn var mjög jafn allan tímann en Keflavík vann síðasta leikhlutann með sex stiga mun og tryggði sér sigurinn.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 32/15 fráköst/11 stoðsendingar/9 stolnir, Þóranna Kika Hodge-Carr 14/6 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 8, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 6, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 1/5 fráköst, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.
Grindavíkurstúlkur eru enn án stiga og töpuðu nú fyrir Haukum 70:60 á útivelli. Fyrsti leikhlutinn var jafn en síðan voru miklar sveiflur í næstu þremur og Haukar tryggðu sér sigurinn með góðum lokaspretti þegar þeir unnu lokafjórðunginn með tíu stiga mun og það var síðan munurinn í leikslok.Jordan A. Reynolds skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Grindavík. Hrund Skúladóttir var með 10 stig og Bríet Sif Hinriksdóttir og Ólöf Rún Óladóttir skoruðu 8 stig.
Grindavík: Jordan Airess Reynolds 21/14 fráköst, Hrund Skúladóttir 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Ólöf Rún Óladóttir 8, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 7/6 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 2, Vikoría Rós Horne 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Telma Lind Bjarkadóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0.