Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann að Hlíðarenda - Fyrsti sigur Grindavíkur
Ingunn Embla í liði Keflavíkur skoraði fjögur stig. Myndir/Karfan.is JBÓ
Miðvikudagur 31. október 2012 kl. 23:01

Keflavík vann að Hlíðarenda - Fyrsti sigur Grindavíkur

Sjötta umferð í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik fór fram í kvöld. Öll þrjú Suðurnesjaliðin áttu leiki í kvöld..

Sjötta umferð í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik fór fram í kvöld. Öll þrjú Suðurnesjaliðin áttu útileiki í kvöld og fóru tveir sigrar til Suðurnesja. Að Hlíðarenda vann Keflavík góðan sigur á Val, 65-69. Valur hafði forystu fyrir lokaleikhlutann en Keflavíkurkonur enduðu leikinn með krafti og unnu fjögurra stiga sigur. Keflavík er í efsta sæti í deildinni með fullt hús stiga, 12 stig.

Pálína var eins og oft áður stigahæst í liði Keflavíkur en hún skoraði 20 stig, tók fimm fráköst og tók stal fimm boltum. Jessica Jenkins skoraði 16 stig líkt og Sara Rún Hinriksdóttir sem var atkvæðamikil í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavíkurstúlkur unnu sinn fyrsta leik í Dominos-deildinni í vetur þegar þær höfðu betur gegn Fjölni á útivelli. Lokatölur urðu 74-79 fyrir Grindavík. Nýr erlendur leikmaður liðsins, Crystal Smith, átti stórleik fyrir þær gulklæddu í kvöld og skoraði 37 stig. Berglind Anna Magnúsdóttir kom næst með 12 stig.

Njarðvík steinlá fyrir Snæfelli í Stykkishólmi, 84-57. Heimastúlkur í Snæfelli voru betri á öllum sviðum og unnu að lokum öruggan sigur. Lele Hardy skoraði um 60% stiga Njarðvíkur í kvöld en hún var með 32 stig og tók 15 fráköst. Stigaskor og stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.

Valur-Keflavík 65-69 (18-19, 15-17, 17-9, 15-24)

Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 22/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 12/10 fráköst/5 stoðsendingar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/7 fráköst, Alberta Auguste 5/9 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/8 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 3/4 fráköst, María Björnsdóttir 2.

Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 20/5 fráköst/5 stolnir, Jessica Ann Jenkins 16/7 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 16/6 fráköst/5 stolnir/5 varin skot, Bryndís Guðmundsdóttir 7, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 6/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/6 stoðsendingar.


Fjölnir-Grindavík 74-79 (20-24, 19-20, 22-16, 13-19)

Fjölnir: Britney Jones 29/5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 16/18 fráköst/5 stoðsendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 10/9 fráköst, Birna Eiríksdóttir 5, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 5, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2, Eva María Emilsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/5 fráköst.

Grindavík: Crystal Smith 37/5 fráköst/7 stolnir, Berglind Anna Magnúsdóttir 12, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 10/10 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 9/8 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 7/15 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2, Mary Jean Lerry F. Sicat 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0/5 fráköst.

Snæfell-Njarðvík 84-57 (25-16, 23-15, 17-14, 19-12)

Snæfell: Kieraah Marlow 26/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 20/9 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/11 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Indriðadóttir 12, Alda Leif Jónsdóttir 7/10 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 4, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/7 fráköst.

Njarðvík: Lele Hardy 32/15 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 6/8 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 5, Ásdís Vala Freysdóttir 5, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4, Ína María Einarsdóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 2.

Staðan í Dominos-deild kvenna:
1       Keflavík        6       6       0       470     -       350     12
2       Snæfell 6       5       1       450     -       351     10
3       Valur   6       4       2       403     -       355     8
4       KR      6       4       2       385     -       375     8
5       Njarðvík        6       2       4       378     -       432     4
6       Grindavík       6       1       5       353     -       453     2
7       Fjölnir 6       1       5       389     -       456     2
8       Haukar  6       1       5       372     -       428     2