Keflavík úr leik í VISA bikarnum
Í gærkvöldi mætti Keflavík liði Skagamanna í 16 liða úrslitum VISA bikarsins. Lið Keflavíkur tapaði naumt með einu marki gegn engu og því ljóst að Keflavík kemst ekki í 8 liða úrslit VISA bikarsins. Það var Stefán Þórðarson úr liði Skagamanna sem skoraði skallamark á 41. mínútu leiksins. Mikil barátta var í leiknum, en Keflvíkingar fengu sín bestu færi strax í upphafi leiksins. Það er því ljóst að Keflavík fer ekki áfram í 8 liða úrslit VISA bikarsins.Grindavík áfram
Grindavík komst áfram í 8-liða úrslit Visa-bikarsins í knattspyrnu eftir sigur á ÍBV í Eyjum í gær. Óhætt er að segja að um maraþon leik hafi verið að ræða þar sem leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. Þar var Ólafur Gottskálksson hetja Grindvíkinga en hann varði tvær vítaspyrnur og tryggði gestunum 5-4 sigur.
Grindavík komst áfram í 8-liða úrslit Visa-bikarsins í knattspyrnu eftir sigur á ÍBV í Eyjum í gær. Óhætt er að segja að um maraþon leik hafi verið að ræða þar sem leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. Þar var Ólafur Gottskálksson hetja Grindvíkinga en hann varði tvær vítaspyrnur og tryggði gestunum 5-4 sigur.