Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík úr leik í úrslitakeppni kvenna
Föstudagur 13. apríl 2018 kl. 21:29

Keflavík úr leik í úrslitakeppni kvenna


Keflavík mætti Val í kvöld í fjögurra liða úrslitum Domino´s-deildar kvenna í körfu í fjórða leik liðanna í undanúrslitarimmunni. Valur leiddi einvígið 2-1 og gat Keflavík knúið fram oddaleik með sigri í kvöld. Lokatölur leiksins voru 99-82 fyrir Val og er Keflavík því komið í sumarfrí í Domino´s- deild kvenna og ver því ekki Íslandsmeistaratitil sinn í ár.

Gangur leiksins: 33-16, 21-31, 11-14, 34-21.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Brittanny Dinkins átti góðan leik í kvöld með liði Keflavíkur og skoraði hún 25 stig og var með 10 stoðsendingar.
Aðrir leikmenn Keflavíkur: Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/4 fráköst, Embla Kristínardóttir 7/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 5, Erna Hákonardóttir 3/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0.