Keflavík úr leik í Deildarbikarnum
Keflvíkingar eru úr leik í Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu eftir tap gegnVíkingi í 8-liða úrslitum. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem markmaður Víkinga sýndi góð tilþrif og varði þrjár spyrnur og tryggði sínum mönnum sigur, 3-4.
Úrslitin komu nokkuð á óvart þar sem Keflvíkingum hafði gengið allt í haginn til þessa í keppninni og ekki tapað leik.