Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík úr leik í bikarnum
Sunnudagur 3. júlí 2011 kl. 22:04

Keflavík úr leik í bikarnum

Nú rétt í þessu lauk bikarleik KR og Keflvíkinga í Frostaskjóli með sigri KR-inga. Keflvíkingar komust yfir á 5. mínútu þegar Magnús Þórir Matthíasson skoraði af stuttu færi eftir undirbúning Hilmars Geirs Eiðssonar.

KR jafnaði fljótlega þegar vörn Keflvíkinga gleymdi sér eitt augnablik og Baldur Sigurðsson skoraði. Bjarni Guðjónsson skoraði svo skömmu fyrir leikhlé og KR voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

Guðjón Baldvinsson skoraði þegar klukkustund var liðin af leiknum og allt stefndi í sigur KR-inga. Keflvíkingar sýndu þrautseigju og Andri Steinn Birgisson skoraði skömmu eftir mark Guðjóns og minnkaði muninn í 3-2. Í lok leiks hefðu Keflvíkingar getað tryggt sér framlengingu en heppnin var ekki með þeim að þessu sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús Þórir Matthíasson kom Keflvíkingum á bragðið með fyrsta marki leiksins. VF-mynd/Tomasz.