Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík úr leik
Föstudagur 3. október 2008 kl. 20:45

Keflavík úr leik

Keflvíkingar eru úr leik í Powerade-bikar karla eftir tap gegn KR, 86-96, í undanúrslitum í Laugardalshöllinni í kvöld. KR hafði yfirhöndina í leiknum lengst af, en Keflavík náði að minnka muninn niður í þrjú stig þegar skammt var til leiksloka. Keflvíkingar komust hins vegar ekki lengra og KR hrósaði tíu stiga sigri. Jón Arnór Stefánsson fór hamförum í liði KR, skoraði 35 stig og tók sex fráköst.

Í liði Keflavíkur var Jesse Pelot-Rosa atkvæðamestur, skoraði 18 stig og tók 13 fráköst. Steven Gerrard skoraði 16 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

KR mun mæta annað hvort Grindavík eða Snæfelli í úrslitum, en leikur þessara liða veður leikinn seinna í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Tölfræði
úr leiknum.

VF-Mynd/JBÓ: Jón Norðdal Hafsteinsson skoraði níu stig fyrir Keflvíkinga í kvöld.