Föstudagur 1. febrúar 2002 kl. 22:03
Keflavík upp að hlið KR
Keflavík komst upp að hlið KR á toppi úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik með heimasigri á nágrönnum sínum úr Njarðvík, 85-80. Skallagrímur vann Þór á heimavelli, 95-77 og Breiðablik vann Grindavík í Kópavogi, 92-79. Leik Tindastóls og Stjörnunnar var frestað.